Skilmálar

 Skil og skipti

Viðskiptavinur hefur 14 virka daga til að skila vöru/m gegn endurgreiðslu.

Ef Intera dæmir vöru skemmda/ónýta/ónothæfa hefur viðskiptavinur val um fulla endurgreiðslu eða skipti á annari/nýrri vöru á svipuðu verði. Ef um skipti á vöru er að ræða þarf Intera að samþykkja þau.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á að koma vöru/m til Intera, í upprunalegu ástandi auk mögulegs sendingargjalds sem það kann að hafa í för með sér.

Ekki er hægt að skila eða skipta útsöluvöru.

Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

Sendingargjald fæst ekki endurgreitt.

Athugið að allar vörurnar okkar eru handsmíðaðar og því er ómögulegt að þær séu allar eins og fullkomnlega nákvæmar.

Viðskiptavinir sem vilja skila vörum skulu hafa samband í netfangið intera@intera.is.

 Greiðslur og verð

Hægt er að greiða fyrir vöru með greiðslukorti (Visa/MasterCard) eða millifærslu.

Pantanir eru ekki afgreiddar fyrr en heildarverð pöntunar hefur verið greitt.

Af sérsmíði leyfir Intera viðskiptavinum að velja um það hvort að þau vilji greiða heildarverð eða staðfestingargjald sem er 50% af heildarverði áður en byrjað er á pöntun.

Verð og myndir eru birtar með fyrirvara um villur.

Verðin í netverslunni okkar geta breyst án fyrirvara.

Verðin á sendingum geta breyst án fyrirvara.

 Póstsendingar og afgreiðsla

Intera mun ekki afgreiða pantanir þar sem vantar upplýsingar um viðskiptavin svo sem tölvupóst eða heimilisfang.

Áætlaður afhendingartími er 2-4 vikur eftir að greiðsla berst.

Intera gefur sér það að afhendingartími geti orðið allt að 8 vikur (gildir ekki um sérsmíði/sérpantanir).

Intera tekur ekki ábyrgð á vörum sendum með Íslandsspósti.

Hjá Íslandsspósti gilda afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra.

Tjón á vörum skuli því beinast að Íslandsspósti ásamt því ef að vara týnist.

 

 Annað

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við Íslensk lög.

Komi upp ágreiningur á grundvelli þessara skilmála verður slíkum ágreiningi vísað til meðferðar hjá Íslenskum dómstólum.

Intera er einungis netverslun.

Lögheimili Intera er Bæjarlind 7, 201 Kópavogi og er rekið á kt. 590923-0280.